Aðalfundurinn 2019

Aðalfundur Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins fyrir árið 2019 verður haldinn í golfskála félagsins fimmtudaginn 28. nóvember nk. kl. 19.30.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Lögð fram skýrsla formanns
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
  7. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  8. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
  9. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. laga.
  10. Önnur mál.
Framboð til formanns: Kristinn Ólafsson


Framboð til stjórnar:
Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Þorsteinn Guðjónsson

Fyrir sitja í stjórn þeir Árni Vilhjálmsson, Jóhann Karl Þórisson og Stefán Örn Stefánsson og verður lögum samkvæmt  ekki kosið um þeirra sæti í ár.

Samkvæmt 4. grein laga félagsins verða endurskoðaðir reikningar bornir undir fundinn.  Rekstrar- og efnahagsreikning fyrir árið 2019 má nú nálgast hér inni á heimasíðunni undir "um NK/skjöl" eða með því að smella hér.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn sem eins og áður segir verður haldinn í golfskálanum á fimmtudaginn kl. 19.30.

Næstu mót

Veðrið á Nesinu

Lítils háttar slydda
Dags:10.12.2019
Klukkan: 17:00:00
Hiti: 1°C
Vindur: N, 19 m/s

Styrktaraðilar NK

SecuritasEccoWorld Class66°NorðurIcelandairIcelandair CargoCoca ColaBykoRadissonReitir FasteignafélagForvalNesskipÍslandsbankiOlísEimskip

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Draumahringurinn

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins þar sem keppt er með Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Hér er á ferðinni alveg einstök keppni sem á sér ekki hliðstæðu annarstaðar.

Meira

Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira