Annika Sörenstam međ golfsýningu á Nesvellinum

1179_charlestown08-126094-1-696x412.jpg

Eins og fram hefur komiđ í fjölmiđlum undanfarna daga er von á Anniku Sörenstam, einni stćrstu íţróttastjörnu allra tíma til Íslands í sumar.  Á međal ţeirra viđburđa sem hún mun vera međ á međan ađ dvöl hennar stendur, er ađ halda golfsýningu (golf clinic) á Nesvellinum, mánudaginn 11. júní.  

Ađ sögn Kristins Ólafssonar formanns Nesklúbbsins segir hann ţađ fyrst og fremst vera heiđur og mikla viđurkenningu fyrir klúbbinn ađ Nesvöllurinn hafi orđiđ fyrir valinu fyrir slíkan stórviđburđ.  "Viđ verđum tilbúin í ţetta stóra verkefni.  Međ dyggri ađstođ sjálbođaliđa úr klúbbnum búum viđ náttúrulega yfir áralangri reynslu ađ halda viđburđ á viđ Shoot-outiđ en ţetta verđur miklu stćrra.  Viđ erum svo heppin ađ félagsmenn okkar eru alltaf tilbúnir ţegar til ţeirra er leitađ og viđ treystum ţeim eftir sem áđur til ađ leggjast á eitt og vera tilbúnir í ţau störf sem fyrir liggja til ađ gera ţennan viđburđ ekki bara klúbbnum, heldur golfíţróttinni á Íslandi til sóma.  Ţeir kylfingar sem hafa veriđ lengi í golfi muna eflaust eftir ţegar ađ Jack Nicklaus kom og hélt á Nesvellinum sambćrilega sýningu 1976.  Ţađ er ţví stórkostlegt ađ fá tćkifćri til ađ taka nú á móti Anniku Sörenstam, einu stćrsta nafninu í sögu kvennagolfsins til okkar á Nesvöllinn".

Annika var á sínum tíma í sérflokki í atvinnugolfi í kvennaflokki.  Hún hefur međal annars sigrađ á 10 risamótum á ferlinum og er ţriđji sigursćlasti kylfingurinn á LPGA mótaröđinni allra tíma međ 72 sigra. 

 

Nćstu mót

Veđriđ á Nesinu
Styrktarađilar NK

RadissonEimskipOlísNesskipÍslandsbankiForvalSecuritasBykoWorld ClassPóstdreifingReitirCoca ColaDHLIcelandairEcco

Póstlisti NK

Skráđu ţig í póstlista NK til ađ fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Draumahringurinn

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins ţar sem keppt er međ Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Hér er á ferđinni alveg einstök keppni sem á sér ekki hliđstćđu annarstađar.

Meira

Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast međ forkeppni sem er 18 holu höggleikur međ og án forgjafar. Ţeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira