Nesklúbburinn með tvær drengjasveitir á Íslandsmóti Golfklúbba 12 ára og yngri

1761_12 ára og yngri.jpg

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri var leikið dagana 3.-5. september og var keppt á þremur völlum.

Mótið var afar vel heppnað og sendi Nesklúbburinn tvær drengjasveitir til leiks.

Mikil þátttaka var á mótinu og skipt í deildir eftir forgjöf. Alls tóku 22 sveitir þátt á mótinu.

Nesklúbburinn átti lið í hvítu deildinni þar sem 6 forgjafarlægstu sveitirnar kepptu um Íslandsmeistaratitil golfklúbba í aldursflokknum 12 ára og yngri. Strákarnir spiluðu 5 hörkuleiki og enduðu að lokum í 4-5 sæti.

Nesklúbburinn var einnig með lið í grænu deildinni og unnu tvo leiki og töpuðu einum og fengu silfurverðlaun fyrir árangur sinn.

Gleðin var í fyrirrúmi á mótinu og var þátttakan ánægjuleg og mikilvæg reynsla fyrir drengina.

Veðrið á Nesinu

Alskýjað
Dags:27.09.2021
Klukkan: 14:00:00
Hiti: 5°C
Vindur: N, 10 m/s

Styrktaraðilar NK

66°NorðurBykoCoca ColaStefnirSpa of IcelandIcelandairWorld ClassEccoIcelandair CargoOlísNesskip

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira