Púttmót á sunnudaginn

Næsta púttmót fer fram í Risinu núna á sunnudaginn 22. febrúar á milli kl. 11.00 og 13.00.  Þennan sunnudag verður aftur  "tveir fyrir einn", þ.e. það fá allir tvo 18 holu pútthringi fyrir 500 kallinn og mun sá betri telja. 

Reglurnar eru eftirfarandi:

* Leiknar eru 18 holur og kostar hver hringur kr. 500
* Óheimilt er að leika "keppnishringinn" áður en leikur hefst en heimilt verður að hita upp eins og hver og einn vill.
* Heimilt er að spila fleiri en einn hring hverju sinni og kostar þá hver aukahringur kr. 500 en eingöngu besti hringurinn telur.
* Hægt er að hefja leik á milli kl. 11.00 og 13.00
* Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan.  Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Sjáumst hress í Risinu á sunnudaginn,
Mótanefnd

Næstu mót

Veðrið á Nesinu
Styrktaraðilar NK

DHLIcelandairNesskipOlísSecuritasBykoWorld ClassEimskipRadissonReitirForvalEccoÍslandsbankiCoca ColaPóstdreifing

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Draumahringurinn

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins þar sem keppt er með Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Hér er á ferðinni alveg einstök keppni sem á sér ekki hliðstæðu annarstaðar.

Meira

Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira