Risið opnar á morgun

Eftir nýsamþykktar sóttvarnarreglur getum við loks opnað Risið á Eiðistorgi aftur á morgun, miðvikudaginn 13. janúar.  Aðstaðan verður opin fyrir félagsmenn alla daga vikunnar þegar ekki eru æfingar fyrir krakka og unglinga (sjá hér) og þá alltaf hægt að koma og slá í net og pútta.

Golfhermirinn er nú þegar mikið bókaður en við hvetjum félagsmenn til að vera vakandi fyrir lausum tímum.   Á næstu dögum verður opnað fyrir skráningu í annan golfhermi og þannig reyna að anna eftirspurn.

Við biðjum félagsmenn um að sýna tilgát og fylgja öllum sóttvarnarreglum.  Við minnum á að allir þurfa að nota eigin búnað, bæði kylfur og bolta þegar mætt er til æfinga.

Veðrið á Nesinu

Heiðskírt
Dags:28.01.2021
Klukkan: 11:00:00
Hiti: -5°C
Vindur: ASA, 5 m/s

Styrktaraðilar NK

World ClassReitir FasteignafélagIcelandairNesskipEccoOlís66°NorðurRadissonCoca ColaIcelandair CargoForvalÍslandsbankiByko

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira