Þyrí bikarmeistari Nesklúbbsins 2021

1760_Þyrí og Addi.jpg

Úrslitaleikurinn í ECCO bikarkeppni Nesklúbbsins fór fram í fyrrakvöld.  Keppnin sem leikin er með forgjöf er holukeppni þar sem upphaflega byrjuðu 32 kylfingar.  Þeir höfðu unnið sér rétt í gegnum ECCO forkeppnina sem fram fór í maí.  Í úrslitaleiknum áttust við þau Þyrí Valdimarsdóttir og Vilhjálmur Árni Ingibergsson.  Eftir að Þyrí hafði átt 3 holur eftir fyrri níu var leikurinn jafnari þegar leið á og fór svo að lokum að allar 18 holurnar þurfti til að ná fram úrslitum.  Að lokum stóð Þyrí uppi sem sigurvegari og óskum við henni innilega til hamingju með sigurinn.

Veðrið á Nesinu

Alskýjað
Dags:27.09.2021
Klukkan: 13:00:00
Hiti: 5°C
Vindur: N, 10 m/s

Styrktaraðilar NK

Coca ColaEccoSpa of IcelandOlísNesskipBykoStefnirWorld ClassIcelandair CargoIcelandair66°Norður

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira