Inniaðstaða á Eiðistorgi
Hin nýja inniaðstaða Nesklúbbsins er staðsett á Eiðistorgi. Aðstaðan er staðsett á Eiðistorgi, nánar tiltekið uppi á 3. hæð og er lyftan inni í Hagkaup tekin þangað upp.
Í inniaðstöðunni er:
- Golfhermir: E6 Trackman golfhermir af bestu og fullkomnustu gerð þar sem hægt að leika marga af frægustu golfvöllum heims í frábærum gæðum.
- Hægt að slá í net með eða án Flightscope. Það eru tvö svæði með netum til þess að slá í. Á báðum svæðunum er Flightscope höggnemi sem gefur kylfingum kost á því að sjá boltaflugið, hversu langt slegið er og gerir það æfingarnar því skemmtilegri.
- Pútt- og vippaðstaða . Það eru tvær púttflatir og er þar hægt að æfa bæði pútt og vipp.
- Alltaf heitt á könnunni.
Húsreglur:
- Það skal ávallt vera metnaður allra að ganga vel um inniaðstöðuna. Göngum frá eftir okkur.
- Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um.
- Allir skulu vera í hreinum skóm. Ekki má vera á sokkunum eða í útiskóm og golfskór með göddum eru með öllu óheimilir.
- Neysla matar og drykkja er einungis heimil í setustofu
- Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að slá í net.
- Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að pútta eða vippa.
- Ganga skal frá golfkúlum og tíum þegar leik er lokið í golfhermi.
Golfhermir:
- Til að panta tíma í golfherminn þarf að fara inn á eftirfarandi slóð og bóka þar tíma: https://teamup.com/ksaf638e6bd68ecfde
- Hægt er að panta tíma tvær vikur fram í tímann
- Hægt er að panta að lágmarki 30 mínútur í einu
- Að leika 18 holur fyrir fjóra tekur ca. 3 klukkstundir
- Greiða þarf fyrir tímann sem pantaður er með að lágmarki sólahringsfyrirvara. Ef tíminn er ekki greiddur er hann afbókaður af starfsmönnum og hann opnaður fyrir aðra í bókunarkerfinu.
Slá í net/Flightscope:
- Til að slá í net þarf að panta tíma með því að fara inn á eftirfarandi slóð og bóka þar tíma: https://teamup.com/ksaf638e6bd68ecfde
- Hægt er að bóka að hámarki 30 mínútur í einu.
- Ekkert gjald er tekið fyrir að slá í net fyrir félagsmenn NK og Seltirninga en ef notast á við Flightscope er gjald tekið skv. gjaldskrá.
- ATH: það þarf að bóka tíma hvort sem notast á við Flightscope eða ekki.
Pútt- og vippaðstaða:
- Pútt- og vippaðstaðan er alltaf opin og er ekkert gjald tekið fyrir hana fyrir félagsmenn NK og Seltirninga.
- Fyrir aðra er gjald tekið skv. gjaldskrá.
- Til að vippa þarf að nota sérstaka bolta sem eru til staðar í aðstöðunni. Stranglega bannað er að vippa með venjulegum golfboltum.
ATH: Þegar að golfkennsla er í gangi er aðstaðan takmörkuð en þá er alltaf annað púttgrínið opið og annað svæðið til þess að slá í net.
GJALDSKRÁ:
Golfhermir:
- 30 mínútur kr. 2.000 fyrir félagsmenn Nesklúbbsins og Seltirninga
- 30 mínútur kr. 2.500 fyrir aðra en félagsmenn Nesklúbbsins og Seltirninga
- 10 klukkustunda klippikort kr. 36.000 (10% afsláttur)
- 20 klukkustunda klippikort kr. 64.000 (15% afsláttur)
- ATH: klippikort eru eingöngu í boði fyrir félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness.
Flightscope:
- 30 mínútur kr. 1.000 fyrir félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness
- 30 mínútur kr. 1.500 fyrir aðra en félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness
- 10 skipta klippikort ( 10 x 30 mínútur) kr. 9.000 (10% afsláttur)
- 20 skipta klippikort (20 x 30 mínútur) kr. 17.000 (15% afsláttur)
Fyrir aðra en félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness
- Dagpassi kr. 1.000
- Mánaðarpassi kr. 7.500
- Vetrarpassi kr. 20.000
Innifalið í dag-, mánaðar- og vetrarpössum er aðgangur að pútt- og vippaðstöðunni og slá í net. Aðgangur að golfhermi eða Flightscope er ekki innifalinn í ofangreindum verðum.
Klippikort að aðgagnspassar fást á staðnum.
Nánari upplýsingar fást á staðnum eða í síma: 561-1910
Veðrið á Nesinu
Alskýjað
Dags:03.03.2021
Klukkan: 19:00:00
Hiti: 3°C
Vindur: ASA, 4 m/s
Getraunanúmer NK