Inniaðstaða
Inniæfingaaðstaða Nesklúbbsins er staðsett á 3. hæðinni á Eiðistorgi og ber nafnið Risið.
Símanúmerið í Risinu er: 561-1910
Í inniaðstöðunni er:
- Golfhermir: E6 Trackman golfhermir af bestu og fullkomnustu gerð þar sem hægt að leika marga af frægustu golfvöllum heims í frábærum gæðum.
- Hægt að slá í net með eða án Flightscope höggnema. Það eru tvö svæði með netum til þess að slá í. Á báðum svæðunum er Flightscope höggnemi sem gefur kylfingum kost á því að sjá boltaflugið, hversu langt slegið er og gerir það æfingarnar því skemmtilegri.
- Pútt- og vippaðstaða . Það eru tvær púttflatir og er þar hægt að æfa bæði pútt og vipp.
- Alltaf heitt á könnunni.
Húsreglur:
- Það skal ávallt vera metnaður allra að ganga vel um inniaðstöðuna. Göngum frá eftir okkur.
- Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um.
- Allir skulu vera í hreinum skóm. Ekki má vera á sokkunum eða í útiskóm og golfskór með göddum eru með öllu óheimilir.
Yfirhafnir skulu hengdar á fataslár (ekki á stólana í setustofunni) - Neysla matar og drykkja er einungis heimil í setustofu
- Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að slá í net.
- Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að pútta eða vippa.
- Ganga skal frá golfkúlum og tíum þegar leik er lokið í golfhermi.
Veðrið á Nesinu
Heiðskírt
Dags:28.01.2021
Klukkan: 11:00:00
Hiti: -5°C
Vindur: ASA, 5 m/s
Getraunanúmer NK