Golfkennsla er stór hluti af starfi Nesklúbbsins og erum við heppin að hafa reynslumikla PGA golfkennara innan okkar raða. Guðmundur Örn Árnason og Magnús Máni Kjærnested eru yfirkennarar og sjá um kennslu almennra kylfinga hjá klúbbnum, sem og annarra kylfinga sem sækjast eftir kennslu á æfingasvæðum klúbbsins.
Gummi og Maggi (eins og þeir eru oftast kallaðir) taka vel á móti kylfingum á öllum getustigum, frá byrjendum upp í afrekskylfinga, með einstaklingsmiðaðri nálgun og mikilli fagmennsku. Markmiðið er skýrt: Að hjálpa kylfingum að bæta leik sinn á sínum eigin forsendum og skapa jákvæða upplifun í hverri kennslustund.
Í boði er meðal annars:
– Einka og parakennsla fyrir alla kylfinga, óháð reynslu
– Hóptímar og námskeið, fyrirfram auglýst eða sérstaklega sett upp t.d. fyrir vinahópa
– Fyrirtækjanámskeið fyrir allt að 24 manns
Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á nkgolf@nkgolf.is eða með því að hafa beint samband við kennarana sjálfa:
Guðmundur Örn Árnason
gudmundur@nkgolf.is
849-1996
noona.is/gudmundurorn
Magnús Máni Kjærnested
magnus@nkgolf.is
615-0700