Golfkennsla

Guðmundur Örn Árnason og Magnús Máni Kjærnested sjá um golfkennslu almennra kylfinga hjá Nesklúbbnum. Guðmundur og Magnús eru báðir nemendur við Golfkennaraskóla PGA og munu ljúka PGA réttindum vorið 2025. Öll kennsla á æfingasvæði Nesklúbbsins og inniaðstöðu fer í gegnum Guðmund og Magnús.

Verðskrá vetur 23/24 (1. nóv – 31. apríl)

Einkakennsla hverjar 30 mín = 7.500 kr.
Parakennsla hverjar 30 mín = 9.500 kr.

Hópkennsla:
Fáðu tilboð í hópkennslu fyrir 3-8 manns.

Guðmundur Örn Árnason

Tímapantanir:
Sími:
 849-1996
Netfang: gudmundur@nkgolf.is
Bóka á netinu: https://noona.is/gudmundurorn

Gummi hefur unnið sem barna- og unglingaþjálfari hjá Nesklúbbnum síðan 2020. Hann er menntaður Íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað við fjölbreytta þjálfun og kennslu.

  • Íþróttafræði B.Sc.
  • Íþróttavísindi og þjálfun M.Sc.
  • Heilsuþjálfun og kennsla M.Ed.
  • TPI Titleist Performance Institute Level 1.
  • Trackman Level 2.

Magnús Máni Kjærnested

Tímapantanir:
Sími:
615-0700
Netfang: magnus@nkgolf.is

Maggi hefur starfað hjá Nesklúbbnum til fjölda ára við þjálfun barna og unglinga og hefur hann yfirumsjón með golfleikjanámskeiðum á vegum Nesklúbbsins. Hann keppti fyrir A-sveit Nesklúbbsins í Íslandsmóti golfklúbba. Maggi er ríkjandi klúbbmeistari Nesklúbbsins í höggleik (kk) og holukeppni og tekur vel á móti öllum sem vilja bæta sinn leik. Hann er nemi í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi.

  • TPI Titleist Performance Institute Level 1.
  • PGA Barna- og Nýliðakennari.