Hola í höggi á Nesvellinum

Þó Nesklúbburinn sé eftirsóttur klúbbur með langan biðlista er Einherjaklúbburinn án efa eftirsóttasti klúbbur landsins.  Til að gerast meðlimur í Einherjaklúbbnum þurfa kylfingar að ná því að fara holu í höggi eða að ná hinu svokallaða draumahöggi.  Reglurnar um hvað telst gilt draumahögg (hola í höggi) á Íslandi fylgja lögum Einherjasklúbbsins og eru eftirfarandi:

  1. Eftirfarandi eru þær reglur sem þarf að uppfylla til þess að fá holu í höggi viðurkennda.
  2. Leika þarf minnst 9 holur og vera með minnst einn meðspilara (vitni).
  3. Höggið verður að vera það fyrsta sem slegið er af teig í átt að holu sem staðsett er á hefðbundinni flöt brautarinnar. Vetrarflatir eru ekki teknar gildar.
  4. Völlurinn sem afrekið er unnið á verður að hafa viðurkenningu frá GSÍ eða sambærilegum erlendum aðila.
  5. Ekki er viðurkennd “Hola í höggi” af par 3 holu völlum eða áþekkum æfingavöllum.
  6. Völlurinn þarf að vera minnst 4.000 metra langur miðað við 18 holur og viðurkenndur af GSÍ.
  7. Skorkort verður að fylla rétt út. Á það skal einnig rita nafn, nafn vallar, dagsetningu, heimilisfang og kennitölu leikmannsins.
  8. Fylla þarf út og senda inn formið á síðu Einherjaklúbbsins: Tilkynna holu í höggi. (Athugið að senda þarf inn rafrænt afrit af skorkortinu í gegnum formið).
  9. Kylfingur verður að tilkynna um afrekið til klúbbstjórnar eða starfsmanns á þeim golfvelli þar sem það var unnið

Á hverju ári stendur Nesklúbburinn fyrir stórskemmtilegum viðburrði sem ber nafnið Draumahöggið.  Nánar má sjá um viðburðinn með því að smella hér.

Nesklúbburinn heldur dyggilega utan um þá sem náð hafa að fara holu í höggi á Nesvellinum frá upphafi og eru þeir eftirfarandi:

xxxx