Reglur um rástímabókanir

REGLUR UM RÁSTÍMA Á NESVELLINUM

FÉLAGSMENN:

 • Allir félagsmenn sem leika Nesvöllinn verða að skrá rástíma á vefforritinu Golfbox
 • Nauðsynlegt er að staðfesta rástímann áður en leikur hefst. (sjá leiðbeiningar um staðfestingu á rástíma hér á síðunni).
 • Nauðsynlegt er að afbóka rástíma sjái kylfingur sér ekki fært um að mæta í skráðan rástíma.  Því fyrr því betra en þó að lágmarki með einnar klukkustundar fyrirvara.
 • Félagmenn geta bókað sig og aðra félagsmenn á rástíma með fimm daga fyrirvara. Opnun fyrir nýjan dag er ávallt kl. 20.00 að kvöldi.
 • Verði félagsmaður ítrekað uppvís að því að mæta ekki á rástíma án þess að afbóka sig fær viðkomandi áminningu.  Hafi félagsmaður orðið uppvís að því mæta ekki þrívegis í bókaðan rástíma getur aganefnd svipt viðkomandi félagsmann tímabundið réttindum til þess að skrá sig til leiks á Nesvellinum.
 • Það er með öllu óheimilt að bóka rástíma á ranga kennitölu.
 • Það er með öllu óheimilt að bóka rástíma án vitneskju viðkomandi kylfings.
 • Óheimilt er að hefja leik eftir að rástími er liðinn.
 • Það er með öllu óheimilt að bóka rástíma með þar til gerðri tölvuskriftu eða öðrum tölvuforritum.

GESTIR:

 • Allir gestir verða að skrá sig á rástíma.  Utanfélagsmenn sem hafa aðildarnúmer innan GSÍ geta bókað sig á rástíma með eins dags fyrirvara kl. 20.00 kvöldið áður.  Eins er hægt að bóka samdægurs.
 • Gestir skulu greiða vallargjald áður en leikur hefst og fá kvittun í afgreiðslunni eða hafa hana til staðar rafrænt frá Golfbox.  Í öllum tilvikum skal fá umrædda kvittun og hafa til staðar þar til leik lýkur.
 • Gjaldskrá Nesklúbbsins er að finna á heimasíðu klúbbsins.
 • Við minnum á að félagsmaður getur bókað rástíma fyrir utanfélagsmann með meira en dags fyrirvara gegn 500 kr. gjaldi skv. gjaldskrá klúbbsins.
 • Kylfingur sem hefur leik á vellinum án þess að hafa greitt vallargjald, telst hafa skuldbundið sig til greiðslu vallargjalds með 50% álagi.

VIÐURLÖG

 • Brjóti félagsmaður alvarlega eða ítrekað gegn ofangreindum reglum getur aganefnd beitt viðkomandi viðurlögum sem geta verið áminning, tímabundinn missir réttinda til þess að mega skrá rástíma, tímabundinn missir réttinda til þess að leika á golfvelli félagsins eða brottvísun úr félaginu. Ákvörðun um brottvísun úr félaginu skal þó ætíð háð samþykki stjórnar félagsins.

Munum að allir rástímar eru verðmætir og það á að vera hagur okkar félagsmanna að fara vel með þá.  Afleiðingarnar til misnotkunar eru engum til framdráttar.  Stöndum því í sameiningu vörð um okkar eign og gerum leikinn skemmtilegri.

Seltjarnarnes, 24. maí 2022