Golfreglurnar

Golf er leikur heiðarleikans þar sem hver og einn er öllu jafna fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig.  Þegar leikið er til forgjafar ber kylfingum að fara eftir golfreglum settum af Golfsambands Íslands sem svo fylgir evrópskum golfreglum settum af R&A (Royal og ancient golf club of st. Andrews).  R&A setur golfreglur fyrir m.a. evrópska golfsambandið en leikið er eftir sömu golfreglum hjá 156 golfsamböndum í 153 löndum utan Bandaríkjanna og Kanada á meðal yfir 30 milljón kylfinga.

Það er engum ætlað að læra allar golfreglurnar utan að.  Hinsvegar er ætlast til þess að kylfingar fylgi reglum þegar leikið er til forgjafar fyrir utan að halda leikhraða í daglegum leik.

Nánar má sjá um golfreglurnar á heimasíðu GSÍ með því að smella hér.