Inniæfingaaðstaða Nesklúbbsins er staðsett á Austurströnd 5 og ber nafnið Nesvellir.
Símanúmerið á Nesvöllum er: 561-1910
Í inniaðstöðunni eru:
- 6 Trackman golfhermar af bestu og fullkomnustu gerð þar sem hægt er að leika marga af frægustu golfvöllum heims í frábærum gæðum. Hermarnir eru rúmgóðir og í þeim eru þægilegir stólar. Fyrir þá sem vilja gott næði er hægt að draga tjöld fyrir og vera út af fyrir sig.
- Glæsileg 130 fermetra ný púttflöt.
- Líkamsræktaraðstaða fyrir léttar æfingar.
- Gosdrykkir og súkkulaði til sölu.
- Alltaf heitt á könnunni.
Húsreglur:
- Það skal ávallt vera metnaður allra að ganga vel um inniaðstöðuna. Göngum frá eftir okkur að notkun lokinni.
- Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um.
- Allir skulu vera í hreinum skóm. Ekki má vera á skítugum útiskóm og golfskór með göddum eru með öllu óheimilir.
- Notum aðeins nýlegar og hreinar golfkúlur án áprentaðra auglýsinga í golfhermunum.
Golfhermar:
- Hverjar 30 mínútur á virkum dögum fyrir kl. 15.00, kr. 1.800 fyrir félagsmenn Nesklúbbsins.
- Hverjar 30 mínútur á virkum dögum fyrir kl. 15.00 kr. 2.250.
- Hverjar 30 mínútur eftir kl. 15.00 á virkum dögum og um helgar fyrir félagsmenn Nesklúbbsins, kr. 2.200.
- Hverjar 30 mínútur eftir kl. 15.00 á virkum dögum og um helgar, kr. 2.750.
Hægt er að bóka tíma í golfhermana á https://boka.nkgolf.is eða með því að hringja í síma 561-1910.
Hægt er að afbóka tíma með 12 klukkustunda fyrirvara, sé það ekki gert verður rukkað fyrir tímann.
Það verður mikið um að vera í inniaðstöðunni á Nesvöllum í vetur og enn er hægt að tryggja sér fastan tíma fyrir veturinn. Til þess að bóka fastan tíma er best að senda tölvupóst á Nökkva golfkennara, nokkvi@nkgolf.is en einnig er hægt að hringja í síma 561-1910.
Opnunartímar inniaðstöðunnar í vetur:
Allir virkir dagar: 10 til 14 og 17 til 23 (lokað er á milli 14 og 17 vegna æfinga í barna og unglingastarfi).
Laugardagar: 12 til 18 (hægt er að bóka fasta tíma eftir klukkan 18).
Sunnudagar: 10 til 23.
Mótaskrá fyrir veturinn liggur nú fyrir.
Mótaskrá Nesvalla 2022-2023:
1. nóvember til 30. nóvember – Haustmót – Punktakeppni með forgjöf
Einn hringur með golfbox forgjöf í nóvember.
- verðlaun 5 klst inneign á Nesvöllum
- verðlaun 3 klst inneign á Nesvöllum
- verðlaun 2 klst inneign á Nesvöllum
Til að taka þátt þarf að hlaða niður Trackman appinu, panta tíma á Nesvöllum og fá starfsmann til þess að skrá sig inn í mótið.
1. desember til 1. Janúar – Áramót – Höggleikur með og án forgjafar
Ótakmarkaður fjöldi hringja á tímabilinu en aðeins sá besti gildir. Leikið með Golfbox forgjöf.
- verðlaun 5 klst inneign á Nesvöllum
- verðlaun 3 klst inneign á Nesvöllum
- verðlaun 2 klst inneign á Nesvöllum
Til að taka þátt þarf að hlaða niður Trackman appinu, panta tíma á Nesvöllum og fá starfsmann til þess að skrá sig inn í mótið.
20. janúar til 10. apríl – Liðakeppni NK í golfhermum – Greensome
2 leikmenn mynda saman lið sem leikur holukeppni gegn öðru liði með Greensome fyrirkomulagi með Trackman forgjöf. Fyrst er leikið í riðlum og svo farið í útsláttarkeppni. Fjöldi umferða ræðst af skráningu.
Skráningarfrestur er til 15. janúar 2022 á netfangið nokkvi@nkgolf.is
- verðlaun glaðningur frá ÍSAM/Titleist
- verðlaun glaðningur frá ÍSAM/Titleist
Leikið er með Golfbox forgjöf.
20. febrúar til 20. apríl
Meistaramót NK í golfhermum kvennaflokkur með forgjöf og án forgjafar
Meistaramót NK í golfhermum karlaflokkur með forgjöf og án forgjafar
Trackman Meistaramót Nesklúbbsins í golfhermum fer fram á Nesvöllum frá 20. febrúar til 20. apríl.
Keppt er í flokkum karla og kvenna með og án forgjafar. Notast er við Golfbox forgjöf. Leiknir eru þrír hringir á tímabilinu sem allir telja. Spila má hringina hvenær sem er á tímabilnu.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum.
Allir hringir mótsins verða spilaðir á Country Club of Jackson vellinum sem hefur verið einn mest spilaði völlurinn á Nesvöllum frá opnun.
Ekkert þátttökugjald er í mótinu annað en það að panta og greiða fyrir notkun golfhermisins.
Verslun:
- Gosdrykkir kr. 350
- Súkkulaði kr. 300
- Svali/Trópí kr. 200
- Trackman golfbolti kr. 1.500
- Titleist golfhanski kr. 4.500
Nánari upplýsingar fást á staðnum eða í síma: 561-1910.