Gjaldskrá

Vallargjöld

Vallargjöld (Green Fee) eru seld í veitingasölu í golfskálanum.

Vallargjöld eru einungis seld þeim kylfingum sem framvísa félags- og forgjafarskírteini golfklúbbs innan vébanda GSÍ, eða sambærilegu erlendu skírteini.

Snyrtilegur klæðnaður er áskilinn og vallargjöld eru ekki seld þeim sem klæðast gallabuxum.

Vallargjald fyrir 9 holu leik alla daga vikunnar er kr. 5.000 (18 holur 9.000).

Athugið að fyrir forbókun (meira en einn dag fram í tímann) á rástíma er innheimt sérstaklega kr. 1.000 fyrir hvern einstakling.

Vegna fjölda félaga í NK geta komið dagar þar sem ekki er um almenna sölu vallargjalda að ræða.

Keppnisgjöld 2024

Innanfélagsmót frá kr. 2.000.-
Opin mót frá kr. 2.900.-

Leiga

Golfsett: kr. 3.500.-
Kerra: kr. 1.500.-

Félagsgjöld 2025

ATH: VEGNA INNHEIMTU FÉLAGSGJALDA 2025.
Eins og áður verður innheimt í gegnum vefforritið Sportabler.  Það þurfa ALLIR að stofna sér aðgang þar.

Hér má sjá ítarlegar leiðbeiningar um Sportabler.

Leiðbeiningar um ráðstöfun félagsgjalda 2025 – Sportabler

Leiðbeiningar um ráðstöfun félagsgjalda 2025 – Sportabler

Félagsgjald 26 ára og eldri kr. 159.800 sem skiptist eftirfarandi:
* Framlag til rekstrar: kr. 119.000
* Aðildarfélagsgjald GSÍ: kr. 6.800
* Inneign í veitingasölu: kr.9.000
* Inneign á Nesvöllum: kr. 5.000 (ath. hver félagsmaður fær að andivirði 10.000 á Nesvöllum)
* Framkvæmdasjóður: kr. 20.000

Félagsgjald 67 ára og eldri kr. 138.800 sem skiptist eftirfarandi:
* Framlag til rekstrar: kr. 98.000
* Aðildarfélagsgjald GSÍ: kr. 6.800
* Inneign í veitingasölu: kr. 9.000
* Inneign á Nesvöllum: kr. 5.000 (ath. hver félagsmaður fær að andvirði kr. 10.000 á Nesvöllum
* Framkvæmdasjóður: kr. 20.000

Félagsgjald 16-25 ára kr. 106.800 sem skiptist eftirfarandi:
* Framlag til rekstrar: 80.000
* Aðildarfélagsgjald GSÍ: 6.800

Félagsgjald 15 ára og yngri kr. 78.000
* Framlag til rekstrar: kr. 58.000
* Framkvæmdasjóður: kr.. 20.000

Allir nýir félagar sem ekki hafa verið í klúbbnum áður greiða inntökugjald.  Inntökugjald er 50% af félagsgjaldi.

Samkvæmt samþykkt á aðalfundi félagsins 28. nóvember 2024 verður kr. 9.000 inneign í veitingasölu klúbbsins inni í félagsgjaldi allra félaga 26 ára og eldri og inneign á Nesvelli þar sem hver félagsmaður 26 ára og eldri greiðir kr. 5.000 sem jafngildir kr. 10.000 í inneign á Nesvelli.

Hægt verður að greiða félagsgjöld í gegnum Sportabler bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum í heimabanka.  Sé greitt með greiðsluseðli/um bætist við tilkynningar- og greiðslugjald, kr. 390 á hvern seðil.

Fyrir allar nánari upplýsingar skal senda töluvpóst á netfangið: nkgolf@nkgolf.is