ECCO Bikarkeppnin

Reglugerð mótsins

Bikarmeistari NK og Klúbbmeistari NK í Holukeppni

 1. gr.

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri með forgjöf í forkeppninni taka þátt í holukeppni með forgjöf þar sem keppt er um titilinn Bikarmeistari  NK. Þeir 16 keppendur sem ná bestum árangri án forgjafar í forkeppninni taka þátt í holukeppni án forgjafar, þar sem keppt er um titilinn Klúbbmeistari í holukeppni NK.

 1. gr.

Verði tveir eða fleiri keppendur í forkeppninni jafnir á sama skori með eða án forgjafar ræðst röð keppenda eins og kveðið er á um í keppnisskilmálum Nesklúbbsins og 5. grein Móta- og keppendareglna GSÍ.

 1. gr.

Keppendur í 32 efstu sætunum í forkeppninni með forgjöf og 16 efstu sætunum  án forgjafar taka þátt í holukeppninni og veljast í báðum flokkum saman í hverja umferð eftir töflu í grein 12 í C hluta viðauka í golfreglum R&A.  Við sætaröðun í Holukeppni án forgjafar ræðst niðurröðun eftir 5. grein keppnisskilmála GSÍ að því undanskildu að ekki verður leikinn bráðabani.

 1. gr.

Í hverri umferð í holukeppninni með forgjöf eru leiknar 18 holur með fullri leikforgjöf, en þó að hámarki eitt högg í forgjöf á hverri holu (reikna skal mismun á fullri leikforgjöf).  Leikið skal til úrslita í hverjum leik. Verði leikmenn jafnir eftir 18 holu leik skal leikinn bráðabani og fyrsta unnin hola ræður úrslitum.  Forgjöf í bráðabana er sú sama og eins og þegar leikið var á keppnishringnum sjálfum.  Sömu reglur gilda þegar leikið er án forgjafar að forgjöfinni undanskilinni.

 1. gr.

Nefndin ákveður fasta keppnisdaga til að ljúka hverri umferð.  Rástímar fyrir hverja umferð skulu birtir á golf.is (golfbox) eigi síðar en einum degi fyrir leikdag.  ATH: heimilt er að ljúka keppni fyrr ef báðir leikmenn koma sér saman um leiktíma og á sú regla eingöngu við um fyrstu umferð í báðum keppnum.  Allar aðrar umferðir skulu leiknar á fyrirfram ákveðnum dögum sem sjá má á bæði golf.is (golfbox) og á auglýsingatöflunni í skálanum.

 1. gr.

Geti keppandi ekki leikið, eða mæti hann ekki til leiks á tilskyldum tíma hefur hann tapað leik sínum. Mæti hvorugur keppenda til leiks á tilskyldan rástíma falla þeir báðir úr keppninni.

 1. gr.

Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar í forkeppninni. Í holukeppninni eru veitt verðlaun fyrir 1. og 2. sæti í hvorri keppni.

Sigurvegari í holukeppninni, með forgjöf, ár hvert hlýtur titilinn Bikarmeistari NK og fylgir titlinum farandgripur. Bikarinn vinnst ekki til eignar. Sigurvegari í holukeppni án forgjafar hlýtur titilinn Klúbbmeistari NK í holukeppni.

Nesklúbburinn
2022

LEIKDAGAR Í ECCO HOLUKEPPNUNUM 2022
Sjá nánar um rástíma á GOLFBOX

 • 5 – ECCO 32 MANNA ÚRSLIT MEÐ FORGJÖF
 • 5 – ECCO 16 MANNA ÚRSLIT ÁN FORGJAFAR
 • 5 – ECCO 16 MANNA ÚRSLIT MEÐ FORGJÖF
 • 5 – ECCO 8 MANNA ÚRSLIT ÁN FORGJAFAR
 • 5 – ECCO 8 MANNA ÚRSLIT MEÐ FORGJÖF
 • 5  – ECCO 4 MANNA ÚRSLIT ÁN FORGJAFAR
 • 5 – ECCO 4 MANNA ÚRSLIT MEÐ FORGJAFAR
 • 6 – ECCO ÚRSLIT ÁN FORGJAFAR
 • 6 – ECCO ÚRSLIT MEÐ FORGJÖF