Völlurinn – brautirnar

Nesvöllurinn er 9 holu golfvöllur staðsettur á Suðurnesi á Seltjarnarnesi.  Á vellinum eru þrír teigar á hverri braut og er kylfingum ráðlagt að velja sér teiga eftir getu.  Af öftustu teigum „53“ er völlurinn 5320 metrar að lengd, af teigum „47“ er hann 4732 metrar að lengd og af byrjendateigum „36“ er hann 3692 metrar að lengd.  Par vallarsins 36 og skiptast brautirnar þannig niður að það eru tvær par 3 brautir, fimm par 4 brautir og tvær par 5 brautir.   Útlistun og par hverrar brautar fyrir sig má sjá hér til hægri.