Kvennastarf

Kvennastarf Nesklúbbsins hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem reynt er að koma til móts við allar konur í klúbbnum á öllum getustigum.  Oftar en ekki hefur verið uppselt í viðburðina og því um að gera að kynna sér dagskrá sumarsins sem er hér fyrir neðan.  Við hefjum þetta allt á Kick-off fundi kvenna þriðjudaginn 3. maí þar sem við komum saman í golfskálanum, borðum saman og förum yfir dagskrá sumarsins.  Annars eru alltaf allar upplýsingar birtar á Golfbox þannig að verið duglegar að fylgjast með þar.

Kvennanefnd Nesklúbbsins 2023 skipa:

Elín Jónsdóttir, elinj79@gmail.com
Elsa Nielsen, elsa@nielsen.is
Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, fjola@forval.is
Inga Rós Aðalheiðardóttir, inga.ros.adalheidardottir@gmail.com

Kvennastarfið 2023

2. maí – Kick-off kvöld kvenna

16. maí – þriðjudagur
1. þriðjudagsmót sumarsins

30. maí – þriðjudagur
2. þriðjudagsmót sumarsins

13. júní – þriðjudagur
Einnarkylfumót kvenna

27. júní – þriðjudagur
3. þriðjudagsmót sumarsins

11. júlí – þriðjudagur
4. þriðjudagsmót sumarsins

25. júlí – þriðjudagur
5. þriðjudagsmót sumarsins

15. ágúst – þriðjudagur
6. þriðjudagsmót sumarsins

29. ágúst – þriðjudagur
7. þriðjudagsmót sumarsins

5. september – þriðjudagur
Lokamót NK kvenna – sumarið gert upp með stæl og Áslaugarbikarinn afhentur.

Önnur mót NK á vellinum sem við tökum að sjálfsögðu þátt í ásamt öðrum mótum:

1.-9. júlí
Meistaramót – tökum allar þátt!

15. júlí
Opna Forvals kvennamótið

Reglur fyrir þriðjudagsmót NK kvenna

  • Heimilt er að byrja að spila:
    • 9 holur á milli kl. 9:00 og 20:00
  • Skrá verður þátttöku og greiða þátttökugjald áður en leikur hefst.
  • Skráning í mót er á þátttökublaði í kvennanefndarkassanum í veitingasölu og þátttökugjald 1.000 kr. er greitt í umslag í kassanum.
  • Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, fjórða og áttunda sæti fyrir flesta punkta í hverju móti.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í hverju móti.  Sama kona getur ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum og komi sú staða upp að sama kona sé í fyrsta sæti í báðum flokkum skal hún hljóta verðlaun fyrir besta skor og niðurröðun í punktakeppninni þannig breytast í samræmi við það.

Að öðru leyti gilda almennir keppnisskilmálar Nesklúbbsins.
Mætum allar og höfum gaman af.

Áslaugarbikarinn

Áslaugarbikarinn er bikar sem gefinn var af Áslaugu Bernhöft og manni hennar árið 1993. Keppt var um bikarinn í 5 ár, 1993 – 1997 og svo aftur árið 2010. Á Lokamóti Nesklúbbskvenna ár hvert verður stigameistari sumarsins krýnd og hlýtur nafn sitt á bikarinn.

Stigameistari kvenna er sú kona sem fær flest stig samanlagt úr 5 af 9 eftirfarandi mótum:

  • Þriðjudagsmótum: 17. maí, 31. maí, 21. júní, 5. júlí, 26. júlí,  9. ágúst, 23. ágúst.
  • Meistaramóti sem gefur tvöföld stig.
  • Opna FORVAL/WORLD CLASS mótinu 16. júlí.

Stigamótið er punktakeppni með forgjöf og spila verður 9 holur í mótunum til að hljóta stig.

Í Meistaramótinu sem hefur tvöfalt vægi leika sumir flokkar þrjá hringi á meðan aðrir leika fjóra.  Til þess að hafa jafnræði í fjölda hringja við útreikning stiga er „lakasti“ hringur þeirra sem spila fjóra hringi tekinn út.

Tíu efstu Nesklúbbskonur í hverju móti hljóta stig samkvæmt meðfylgjandi stigatöflu:

Sæti Stig
1. sæti 12
2. sæti 10
3. sæti 8
4. sæti 7
5. sæti 6
6. sæti 5
7. sæti 4
8. sæti 3
9. sæti 2
10. sæti 1

Ef upp kemur sú staða að tvær eða fleiri eru jafnar að stigum þegar mótum er lokið er skorið úr um fyrsta sætið með eftirfarandi hætti: Tekin eru stig viðkomandi og þeim raðað upp þannig að hæsta skor er efst, eins og í töflunni hér að ofan. Skorin eru síðan borin saman og hlýtur sú fyrsta sætið sem er með hærra skor við samanburðinn. Dæmi: sú sigrar sem er með tvisvar sinnum 12 stig ef hin er einu sinni með 12 stig.