Kjörorð Nesklúbbsins eru
RÉTTSÝNI og TILLITSSEMI
- Stjórn klúbbsins, nefndarmenn, starfsmenn, þjálfarar, keppendur og leikmenn skulu sýna agaða og fágaða framkomu öðrum til eftirbreytni þegar þeir koma fram fyrir hönd golfklúbbsins, bæði innan og utan vallar.
- Golfklúbbsfélagar skulu ætíð hafa í heiðri góða golfsiði um öryggi annarra á vellinum og tillitssemi við þá, sem og að virða leikhraða og ganga um völlinn í samræmi við golfreglur.
- Keppendur Nesklúbbsins skulu ætið sýna agaða og íþróttamannslega framkomu gagnvart öðrum keppendum, stjórnendum móta og dómurum. Þeir skulu fylgja mótareglum, golfreglum og staðarreglum þar sem þeir keppa.
- Kylfingar á Nesvellinum skulu sýna dýralífi virðingu, taka tillit til fólks utan vallar og setja það ekki í óþarfa hættu við golfleikinn. Þeir skulu með sama hætti ætíð taka tillit til starfsmanna vallarins og láta þá njóta þess forgangs sem þeir eiga.
- Kylfingar og gestir vallarins skulu haga sér þannig að það trufli ekki aðra leikmenn. Notkun farsíma er bönnuð á vellinum. Hægt er að fá undanþágu í einstaka tilvikum.
- Ætlast er til þess að klúbbfélagar sýni fágaða framkomu og stillingu í gleðskap fyrir og eftir leik hvort sem það er í klúbbhúsi eða annars staðar utan vallar. Gestir klúbbhússins skulu sýna starfsmönnum veitingasölunnar virðingu.
- Golfiðkendur á Nesvellinum skulu vera í golffatnaði sem hæfir íþróttinni og eru keppendum til sóma. Gallabuxur teljast ekki golfklæðnaður.
- Markmið golfiðkunar er meðal annars að bæta sífellt leikni sína í golfi og þekkingu á reglum íþróttarinnar. Klúbbfélagar skulu taka tillit til og breyta eftir ábendingum dómara, starfsmanna og kjörinna fulltrúa klúbbsins.
- Það er alvarlegt brot á siðarreglun klúbbsins að vanvirða klúbbinn, starfsmenn eða félaga hans ómálefnalega eða á óviðeigandi hátt á opinberum vettvangi, hvort sem er í fjölmiðlum, eða með öðru birtingarformi.
Nesklúbburinn 13. apríl 2022.