Fyrsta púttmót vetrarins – úrslit

Nesklúbburinn

Fyrsta púttmót vetrarins var haldið í gær í Risinu á Eiðistorgi og voru rúmlega 30 félagsmenn sem mættu og tóku þátt.  Leiknar voru 18 holur og voru úrslit eftirfarandi:

1. sæti: Eyjólfur Sigurðsson – 29 högg
2. sæti: Gauti Grétarsson – 30 högg
3. sæti: Gunnlaugur Jóhannsson – 31 högg

Næsta púttmót fer fram sunnudaginn 13. janúar á milli kl. 11.00 og 13.00.  Þennan sunnudag verður einnig „næstur holu“ keppni í golfherminum á sama tíma fyrir þá sem taka þátt í púttmótinu.