Vinavellir og „vinir á ferð“

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú er búið að birta lista á heimasíðunni yfir þá velli sem eru vinavellir Nesklúbbsins árið 2024.  Þannig gefst félagsmönnum NK kostur á að leika viðkomandi völl gegn lægra gjaldi en gjaldskrá viðkomandi klúbbs segir til um.  Hægt er að sjá með því að smella hér hverjir vinavellirnir eru þetta árið. Í fyrra gafst félagsmönnum kostur á að …

Hreinsunardagurinn á laugardaginn – það vantar fleiri hendur

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins verður núna á laugardaginn, 11. maí.  Skráning gengur vel en það vantar fleiri hendur því næg eru verkefnin til þess að gera völlinn okkar sem snyrtilegastan fyrir sumarið. * Það þarf að skrá sig til þátttöku á hreinsunardeginum, skráningu lýkur á föstudaginn 10. maí kl. 12.00 (sjá nánar neðar). Á eftir hreinsun og gourmet …

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar karlar

Kæru félagar, Hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins verður laugardaginn, 11. maí  Eins og undanfarin ár hefur þessi dagur verið klúbbnum afar miklvægur enda dugmiklir félagar mætt og málað, tyrft, hreinsað rusl af vellinum og margt fleira. Fyrir liggja núna fjölmörg verkefni eftir kaldan vetur og vonumst við eftir mörgum höndum til þess að hjálpa til. * Það þarf að skrá sig …

Aðstoð óskast

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

kæru félagar, Ný styttist heldur betur í opnun vallarins.  Það eru mörg handtökin sem þarf að huga að og meðal þeirra er að valta völlinn eftir frostlyftingar.  Ef einhver félagsmaður hefur lausan tíma næstu daga og getur aðstoðað væri það afar vel þegið.  Vinsamlegast hafið samband við mig í síma: 660-2780 fyrir frekari upplýsingar. Birkir Már Vallarstjóri

Opnunartími Nesvalla í maí

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vegna seinkunnar hreinsunardagsins framlengjum við innitímabilið og höldum Nesvöllum opnum til og með 10. maí. Enn eiga margir klúbbmeðlimir inneign í golfhermi og hvetjum við þá til þess að nýta hana áður en aðstaðan lokar fyrir sumarið. Tímabókanir á boka.nkgolf.is eða í síma 561-1910. Opnunartími í maí: Fimmtudagur 2. maí: 10:00 – 23:00 Föstudagur 3. maí: 10:00 – 18:00 Laugardagur …

Hreinsunardeginum frestað um viku

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú styttist heldur betur í golftímabilið og eru margir farnir að horfa til þess hvenær völlurinn opnar. Vorið hefur þó því miður ekki alveg verið að vinna með okkur þrátt fyrir góðviðrisdagana undanfarið.  Vegna ástand vallarins hefur því verið ákveðið að fresta hreinsunardeginum um viku eða til laugardagsins 11. maí.  Við hvetjum félagsmenn til að taka daginn frá …

Skráning að hefjast á golfleikjanámskeiðin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Við hjá Nesklúbbnum verðum með 8 Golfleikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Skráning á námskeiðin hefst núna á föstudaginn (26. apríl) kl. 9:00. Námskeiðin eru frábær leið fyrir krakka til að kynnast golfinu sem ekki hafa stundað íþróttina áður en svo eru námskeiðin á sama tíma líka hugsuð fyrir þá krakka sem eru nú þegar að æfa …

Kick-off kvöld NK kvenna

Nesklúbburinn Póstlistar konur

Kæru NK Konur, Nú fer að styttast í að golfsumarið hefjist. Sem þýðir að nú er komið að hinu árlega Kikk-off kvöldi okkar þriðjudaginn 7. maí kl.18.00.  (Athugið að þetta er viku síðar en áætlað var sökum framkvæmda í skálannum.) Ætlunin er fyrst og fremst að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð. Hámarksfjöldi eru 80 NK konur og …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar karlar, Póstlistar konur

Kæru félagar, Nú er sumarið handan við hornið eins og veðrið gefur til kynna og spenningurinn að ná hámarki. Þó völlurinn sé opinn skv. vetrarreglum, þá jafnast ekkert á við það að geta slegið á brautum og inn á sumarflatir. Ég skora á þá sem eru að spila núna að ganga sérstaklega vel um völlinn og fylgja vetrarreglum sem þýðir …

Opnunartími Nesvalla sumardaginn fyrsta

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Inniaðstaðan okkar, Nesvellir, verður opin sumardaginn fyrsta 10:00 – 14:00 og 18:00 – 21:00. Við hvetjum meðlimi til að panta tíma á boka.nkgolf.is eða í síma 561-1910. Við minnum einnig á inneignina á Nesvöllum sem margir klúbbmeðlimir eiga enn eftir að nýta.