Á sunnudaginn verður að sjálfsögðu púttmót í Risinu eins og venjulega á milli kl. 11.00 og 13.00. Það verður „tveir fyrir einn“, þ.e. það fá allir tvo 18 holu pútthringi fyrir 500 kallinn og mun sá betri telja.
Aukaverðlaunin þessa viku verður „hola í höggi á 1. braut“ þar sem þeir sem fara holu í höggi á 1. braut fara í pottinn og verður dreginn út einn heppinn sigurvegari. ATH: þetta á eingöngu við um 1. braut (ekki 10. braut).
Sjáumst hress á sunnudaginn þar sem Hjalti verður að sjálfsögðu með heitt á könnunni og ætlar núna að bjóða upp á kleinur með kaffinu.