Opnun í Risinu næstu daga

Nesklúbburinn

Í ljósi aðstæðna verður opnunartími í Risinu skertur á næstu dögum. 

Tekin hefur verið ákvörðun að hafa golfherminn opinn fyrir þá sem þar eiga bókaða tíma og er enn hægt að bóka tíma í herminn eins og áður.  Þar fyrir utan verður opið í Risinu þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars á milli kl. 17.00 og 21.00.

Allir snertifletir verða þrifnir að lágmarki einu sinni á dag.  Mælt er með því að allir noti sínar eigin kylfur og eigin bolta hvort heldur sé í herminum eða við æfingar og að sjálfsögðu að fylgja áður útgefnum tilmælum um fjarlægð á milli fólks.

Ávallt skal byrja og enda á að þvo sér um hendurnar og sótthreinsa þegar komið er í inniaðstöðuna. 

Stefnt er að því að næstu upplýsingar um opnun verði birtar á miðvikudaginn.