Skráning í BYKO mótið hefst á morgun, sunnudag.
Vegna tæknilegra vandamála í Golfbox þurfum við áfram að framkvæma skráningu í golfmótin hjá okkur í bókina góðu sem staðsett er í golfskálanum. Nú er það BYKO innanfélagsmótið sem haldið verður laugardaginn 23. maí.
BYKO mótið verður haldið laugardaginn 23. maí og er 9 holu innanfélagsmót. Veitt verða verðlaun fyrir fimm fyrstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaun á par 3 brautum.
Hámarksforgjöf gefin er: 28
Verðlaun:
Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO
Punktakeppni:
1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO
2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO
3. sæti: 15.000 gjafabréf í BYKO
4. sæti: 10.000 gjafabréf í BYKO
5. sæti: 5.000 gjafabréf í BYKO
Nándarverðlaun á par 3 brautum:
2. braut: 5.000 gjafabréf í BYKO
5. braut: 5.000 gjafabréf í BYKO
Rástímar frá kl. 08.30 – 12.00
Rástímum verður fjölgað miðað við þátttöku
Skráning er hafin á golf.is og lýkur föstudaginn 22. maí kl. 16.00
Þátttökugjald kr. 2.000
ATH. SKRÁNING FER EINGÖNGU FRAM Í BÓKINNI GÓÐU Í SKÁLANUM OG ÞAÐ ER ANNAÐHVORT BARA AÐ MÆTA ÚT Í SKÁLA OG SKRÁ SIG EÐA HRINGJA Í SÍMA: 561-1930.