Í takti við niðurstöðu skoðunarkönnunarinnar sem Gallup gerði á dögunum, ákvað stjórn á fundi sínum í gær að halda áfram með rástímabókanir á Nesvellinum í sumar.
Það var gríðarlega mikil og góð þátttaka í könnuninni og var svarhlutfall félagsmanna rúmlega 80% sem samkvæmt Gallup er með því hærra sem þekkist í slíkum könnunum.
Sérstaklega gleðilegt var að sjá heildaránægjustuðul félagsmanna um klúbbinn og veitingasöluna.
Stjórnin mun á næstu dögum kynna heildarniðurstöður könnunarinnar hér á heimasíðunni.