Barna- og unglingastarf

Æfingatafla barna og unglinga veturinn 24/25

Skráningar á æfingar barna og unglinga má finna með því að fylgja tenglinum hér að neðan:

Skráningar á æfingar hjá Nesklúbbnum fara fram hér í gegnum Sportabler.

 

Þjálfunarmarkmið Nesklúbbsins í barna- og unglingastarfi

Nesklúbburinn hefur í barna- og unglingastarfi sínu ávallt til hliðsjónar stefnuyfirlýsingu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um íþróttir barna- og unglinga og starfar eftir þeirri stefnu.  Markmið með þjálfun barna og unglinga hjá Nesklúbbnum eru fjölþætt. Nesklúbburinn leggur mikla áherslu á að veita öllum sínum iðkendum tækifæri og þjálfun til að feta sína leið á sínum forsendum í golfinu, hvort sem markmiðið er að gera atlögu að því að ná alla leið í keppnisgolfinu á fullorðinsaldri eða einfaldlega að njóta þeirra fjölmörgu ávinninga sem skipulagt íþróttastarf getur haft í för með sér fyrir líðan og heilsu ungs fólks.

Nesklúbburinn leggur áherslu á að:

  • veita iðkendum sínum öruggt umhverfi þar sem þeir geta unnið, með góðum stuðningi þjálfara, að því að bæta færni sína í ólíkum þáttum golfleiksins.
  • hafa færa og menntaða þjálfara í forsvari fyrir barna- og unglingaþjálfun klúbbsins.
  • efla félagstengsl og jákvæðan liðsanda iðkenda með liðssamkomum og fræðslu.
  • setja fram viðeigandi áherslur og markmið í þjálfun ólíkra aldurshópa.
  • efla jafnrétti á allan hátt og halda áfram að auka þátttöku stúlkna í golfi.
  • efla andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska iðkenda.
  • kenna iðkendum siðferðisleg gildi golfíþróttarinnar.
  • tryggja að allir iðkendur Nesklúbbsins fái verkefni við hæfi.
  • æfingaaðstaða Nesklúbbsins sé til fyrirmyndar á landsvísu.
  • tryggja menningu í starfinu þar sem samskipti iðkenda eru jákvæð og uppbyggjleg, bæði á æfingum og í keppni.
  • skapa iðkendum umhverfi til þess að upplifa golfið á jákvæðan hátt með það að leiðarljósi að golfiðkunin geti verið jákvæður hluti af heilsusamlegum lífsstíl alla ævi.
  • þjálfunin og upplifun iðkenda af skipulagðri golfiðkun hjá Nesklúbbnum hafi jákvæð áhrif á önnur svið lífs iðkenda.

 

Keppnishópar:

Sérstök markmið með þjálfun keppnishópa og afrekskylfinga Nesklúbbsins eru eftirfarandi:

  • Nesklúbburinn hafi á að skipa breiðum hópi kylfinga í fremstu röð á landsvísu að 5 árum liðnum (2027).
  • Nesklúbburinn eignist á næstu 5 árum þátttakendur í unglingalandsliðum og/eða karla- og kvennalandsliðum Íslands.
  • bjóða upp á framúrskarandi þjálfun fyrir kylfinga sem stefna að því að ná langt í golfinu.
  • stuðningur stjórnar og félagsmanna við keppnisfólk klúbbsins sé góður og í samræmi við metnað starfsins.
  • leggja áherslu á að að afrekskylfingar klúbbsins séu góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur og styrki ímynd Nesklúbbsins út á við.
  • Nesklúbburinn eigi sveitir á unglingastigi sem geri atlögu að verðlaunasætum og Íslandsmeistaratitlum golfklúbba í unglingaflokkum á næstu 5 árum.

Allar nánari upplýsingar veitir Steinn B. Gunnarsson íþróttastjóri Nesklúbbsins, steinn@nkgolf.is