Annað mótið í öldungamótaröð Nesklúbbsins var haldið í gær. Í raun var þetta fyrsta mótið sem leikið var þar sem það fyrsta var fellt niður vegna veðurs. Það verða því í heildina sjö mót og munu áfram fimm bestu telja til verðlauna í mótaröðinni. Vangaveltur hafa verið um hvort karlar 70 ára og eldri megi leika af rauðum teigum og er því hér með komið til skila að það er heimilt. það mun telja til stiga í mótaröðinni sjálfri en ekki verður hægt að vinna sér inn sæti í sveit klúbbsins af þeim teigum í karlaflokki. Fín mæting var í mótið í gær en 27 kylfingar skráðu sig til leiks. Keppni var ansi jöfn og þá sérstaklega í karlaflokki. Helstu úrslit mótsins í gær urðu annars eftirfarandi:
Karlaflokkur:
1. sæti – Þráinn Rósmundsson, 41 punktur
2. sæti – Helgi Sæmundur Helgason, 40 punktar
3. sæti – Kristinn Guðmundsson, 38 punktar
Kvennaflokkur:
1. sæti – Þyrí Valdimarsdóttir, 38 punktar
2. sæti – Oddný Rósa Halldórsdóttir, 33 punktar
3. sæti – Björg Viggósdóttir, 29 punktar
Nánari úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.
Næsta mót verður haldið meðfram fimmtudagsmótinu núna fimmtudaginn 24. maí.