Fyrsta alvöru mót sumarsins á Nesvellinum var haldið í dag. Greinilegt er að félagar í Nesklúbbnum sem og eflaust annarsstaðar eru golfþyrstir þessa dagana því þrátt fyrir ansi fjölbreitt veðurfar á meðan á móti stóð tóku 81 kylfingur þátt í mótinu. Nesvöllurinn lítur vel út þessa dagana og voru kylfingar almennt mjög ánægðir með ástand vallarins og þá sérstaklega flatirnar.
Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor án forgjafar. Í punktakeppninni var það Ágúst Þorsteinsson sem bar sigur úr býtum með 40 punkta en Ágúst var í síðasta ráshópi dagsins og skilaði síðastur allra inn skorkorti í mótinu.
Annars voru helstu úrslit eftirfarandi:
Nándarverðlaun:
2./11. braut – Ásgeir Bjarnason: 34cm frá holu
5./14. braut – Rúnar Geir Gunnarsson: 41,5cm frá holu
Punktakeppni:
1. sæti – Ágúst Þorsteinsson: 40 punktar
2. sæti – Oddný Rósa Halldórsdóttir: 39 punktar
3. sæti – Kristinn Arnar Ormsson: 38 punktar
4. sæti – Lárus Þ. Árnason: 37 punktar
5. sæti – Þorvaldur Haraldsson: 37 punktar
Höggleikur:
1. sæti – Nökkvi Gunnarsson: 73 högg