Fyrsta mótið á öldungamótaröðinni fer fram í dag. Öldungamótaröð NK er mótaröð sem verður leikin í sumar. Samtals verða 8 mót og 5 bestu telja hjá hverjum kylfingi. Þrjú af þeim mótum eru inni í fimmtudagsmótunum en önnur 5 á mánudögum samkvæmt mótaskrá.
Reglugerð:
– Heimild til þátttöku hafa: Karlar 55+ og konur 50+
Miðað er við ártal.
– Til að vera með: þarf að tilkynna þátttöku og greiða þátttökugjald áður en
leikur hefst. Skráning er á þátttökublaði í kassanum við veitingasöluna.
– Leikfyrirkomulag: 18 holu punktakeppni*
Hámarksforgjöf er gefin 36.
– Rástímar: Keppendur geta hafið leik á milli kl. 09.00 og 18.00
Heimilt er að leika með kylfingum sem ekki eru að taka þátt í mótaröðinni en
æskilegt er að fólk pari sig saman með öðrum keppendum mótaraðarinnar.
– Þátttökugjald: er kr. 500 sem greiða skal í umslag í kassanum við
veitingasöluna áður en leikur hefst.
– Verðlaun: veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í flokki karla og kvenna.
Fimm bestu mótin telja hjá hverjum kylfingi í punktakeppni með forgjöf.
Að öðru leyti gilda keppnisskilmálar Nesklúbbsins
* Við val til Öldungasveita Nesklúbbsins verður stuðst við punktakeppni án forgjafar
VAL Í SVEITIR HELDRI KYLFINGA
Kvennasveit kvenna 2013 50+
Liðsstjóri: Ágústa Dúa Jónsdóttir
– Allt að sex konur valdar þar af tveir varamenn
– Sigurvegari í Öldungaflokki KVK í Meistaramóti
– Sigurvegari kvenna á öldungamótaröð NK
– Kylfingur sem á sæti í landsliði gefur sæti í Sveit NK
– Liðsstjóri velur aðra leikmenn
Til hliðsjónar við það val skal horft m.a. til árangurs og framgöngu í eftirfarandi mótum: öldungamótaröð NK, Meistaramóti NK (bæði öldungaflokki og öðrum flokkum), árangur á LEK mótaröðinni, Íslandsmóti öldunga ásamt öðrum opnum mótum, reynslu og æfingasókn.
Sveitakeppnin fer fram helgina 23. – 25. ágúst og skal val leikmanna tilkynnt 26. júlí.
Sveit karla 2013 55 – 69 ára
Liðsstjóri: Þráinn Rósmundsson
– Allt að átta karlar valdir þar af tveir varamenn
– Sigurvegari í Öldungaflokki Meistaramóts 55 ? 69 ára.
– Sigurvegari karla í öldungamótaröð NK
– Kylfingur sem á sæti í landsliði gefur sæti í Sveit NK
– Liðsstjóri velur aðra leikmenn
Til hliðsjónar við það val skal horft m.a. til árangurs og framgöngu í eftirfarandi mótum: öldungamótaröð NK, Meistaramóti NK (bæði öldungaflokki og öðrum flokkum), árangur á LEK mótaröðinni, Íslandsmóti öldunga ásamt öðrum opnum mótum og reynslu.
Sveitakeppnin fer fram helgina 23. – 25. ágúst og skal val leikmanna tilkynnt 26. júlí.