Texas-scramble á laugaradaginn – mót fyrir alla NK félagsmenn

Nesklúbburinn

Texas scramble innanfélagsmótið fer fram núna laugardaginn 1. júní.  Tveir para sig saman í lið og verður samanlögð vallarforgjöf beggja leikmanna lögð saman og deilt í með 5.

Lið fær ekki hærri forgjöf en forgjafarlægri kylfingurinn hefur. 

ATH: Aðeins annar leikmaðurinn í hverju liði má vera með forgjöf undir 10.

Ræst út af öllum teigum kl. 13.00

skráning á golf.is hófst föstudaginn 24. maí lýkur föstudaginn 31. maí kl. 18.00.

ATH: Skráning á golf.is er eingöngu til þess að raða í holl.

Verðlaun:

1. sæti – 2 x 15.000 kr. gjafabréf í Hole in One 
2. sæti – 2 x 10.000 kr. gjafabréf í Hole in One 
3. sæti – 2 x   7.500 kr. gjafabréf í Hole in One

Nándarverðlaun:

2./11. hola – 5.000 kr. gjafabréf í Hole in One
5./14. hola – 5.000 kr. gjafabréf í Hole in One

Þáttökugjald kr. 2.000.- á mann