Hið árlega og stórskemmtilega Einnarkylfumót kvenna (sem reyndar er tveggjakylfumót þar sem leikið verður með einni kylfu og pútter) verður haldið þriðjudaginn 11. júní. Mæting er kl.17:30 og verður ræst út á öllum teigum kl.18:00. Spilaðar verða 9 holur. Skráning hefst miðvikudaginn 5. júní kl. 08:00 á www.golf.is og lýkur á miðnætti sunnudaginn 9. júní. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9-16 í síma 561-1930. Athugið að þátttkendafjöldi er takmarkaður við 52 og dregið verður í holl. Rautt litaþema verður í ár, þar sem rauði liturinn er ríkjandi í klúbbnum og núna er byrjunin á afmælisárinu.
Að móti loknu verður verðlunafhending og kvöldverður í golfskálanum. Boðið verður upp á ljúffengan fiskrétt að hætti Krissa.
Verðlaun verður fyrir 1. – 3. sæti, nándarverðlaun á 2 & 5 braut. Þátttökugjald í mót og kvöldverð er kr. 3800.
Glæsileg verðlaun og dregið verður úr skortkortum.
- Gjafabréf frá Íslandsbanka, golfhandklæði og tí að verðmæti kr.12.500
- Óskaband frá ÓSK. Orkusteinar með Bali silfur kúlum að verðmæti kr. 8900.
- 30 mín kennsla hjá Nökkva og karfa af boltum að veðmæti kr. 5600.
- Nándarverðlaun kr. 5000 gjafabréf í VÍÐI.
Með góðri kveðju.
f.h. Kvennanefndar
Bjargey og Petrea