Einnarkylfumót kvenna nk. þriðjudag 11. júní

Nesklúbburinn

Hið árlega og stórskemmtilega Einnarkylfumót kvenna (sem reyndar er tveggjakylfumót þar sem leikið verður með einni kylfu og pútter) verður haldið þriðjudaginn 11. júní.  Mæting er kl.17:30 og verður ræst út  á öllum teigum kl.18:00. Spilaðar verða 9 holur. Skráning hefst miðvikudaginn 5. júní kl. 08:00  á www.golf.is og lýkur á miðnætti sunnudaginn 9. júní.  Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9-16 í síma 561-1930.  Athugið að þátttkendafjöldi er takmarkaður við 52 og dregið verður í holl. Rautt litaþema verður í ár, þar sem rauði liturinn er ríkjandi í klúbbnum og núna er byrjunin á afmælisárinu.

Að móti loknu verður verðlunafhending og kvöldverður í golfskálanum. Boðið verður upp á ljúffengan fiskrétt að hætti Krissa.

Verðlaun verður fyrir 1. – 3. sæti, nándarverðlaun á 2 & 5 braut.  Þátttökugjald í mót og kvöldverð er kr. 3800.

Glæsileg verðlaun og dregið verður úr skortkortum.

  1. Gjafabréf frá Íslandsbanka, golfhandklæði og tí að verðmæti kr.12.500
  2. Óskaband frá ÓSK. Orkusteinar með Bali silfur kúlum að verðmæti kr. 8900. 
  3. 30 mín kennsla hjá Nökkva og karfa af boltum að veðmæti kr. 5600.
  • Nándarverðlaun kr. 5000 gjafabréf í VÍÐI.

Með góðri kveðju.
f.h. Kvennanefndar

Bjargey og Petrea