Eins og áður hefur komið fram verður Vorhátíð Nesklúbbsins haldin á morgun, laugardaginn 8. júní. Dagurinn er opinn öllum Seltirningum sem og öðrum landsmönnum að sjálfsögðu og munu félagsmenn Nesklúbbsins leggjast á eitt um að gera heimsóknina sem skemmtilegasta. Hátíðin hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 15.00.
Í fyrramálið fer fram golfmót Gróttu en það er styrktarmót og er opið öllum kylfingum. Enn eru nokkur sæti laus í mótið og því um að gera fyrir þá sem vilja spila á morgun að taka þátt í mótinu því völlurinn er annars lokaður til kl. 16.00. Skráning og nánari upplýsingar á golf.is