Verðlaunaafhending og lokahóf Meistaramótsins fer að vanda fram að loknum síðasta leikdegi mótsins, núna laugardaginn 13. júlí. Verðlaunaafhending hefst stundvíslega kl. 19.30 og eru allir verðlaunahafar í mótinu hvattir til þess að mæta.
Að verðlaunaafhendingu lokinni hefst svo lokahófið þar sem boðið verður upp á góðan mat og glæsilega dagskrá þar sem m.a. Ingó úr Veðurguðunum og leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir munu halda uppi stuðinu.
Matseðill:
Rjómalöguð humarsúpa með nýbökuðu brauði
Grillað lambalæri og kalkúnabringur með gratínkartöflum, fersku salati og villisveppasósu
Veislustjóri verður að vanda Ásgeir Bjarnason
Verð á lokahófið aðeins kr. 5.500
Skráning á skrifstofu klúbbsins í síma 561-1930 eða á nkgolf@nkgolf.is