Nesklúbburinn í samfélagsmiðlum

Nesklúbburinn

Samfélagsmiðlar hafa orðið nær órjúfanlegur hluti af daglegu lífi margra síðastliðin ár. Fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar og tengst vinum, fyrirtækjum, íþróttafélögum o.fl. í gegnum þessa miðla. Nesklúbburinn hefur verið með síðu á Facebook um nokkurt skeið og efni á þeirri síðu verið afar svipað því sem gerist á nkgolf.is.

Nú er hins vegar markmið okkar að fá fleiri til að líka við síðuna og í framhaldinu að nota síðuna á skemmtilegan og gagnvirkari hátt. Síðuna má finna með því að leita að Nesklúbbnum á Facebook, nú eða með því að smella á hlekk sem er neðst til hægri á nkgolf.is.

Auk þess að vera með síðu á Facebook hefur klúbburinn einnig stofnað aðgang á tveimur öðrum vinsælum samfélagsmiðlum, Twitter og Instagram. Hægt er að finna Nesklúbbinn á þessum tveimur miðlum sem nk_golf eða @nk_golf.

Allir klúbbfélagar og velunnarar eru hvattir til að finna Nesklúbbinn á þessum samfélagsmiðlum, því ýmis konar efni og upplýsingar verða birtar á þeim á komandi tímabili, sem og á nkgolf.is. Því fleiri sem líka við og fylgja klúbbnum á þessum miðlum, því skemmtilegri og gagnvirkari verður umræðan.

Með vorkveðju,
Margmiðlunarnefnd