Góður hreinsunardagur að baki

Nesklúbburinn

Í dag fór hinn árlegi hreinsunardagur fram á Nesvellinum.  Rúmlega 60 félagsmenn mættu og tóku til hendinni við hin ýmsu störf þar sem m.a. var tyrft á 4. braut og við flatir á æfingasvæðinu og borið á æfingaskýlið.  Einnig var hellulagt, allt rusl týnt af vellinum eftir veturinn ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum bæði úti á vellinum og inn i skálanum.

Í hádeginu var svo slegið upp pylsuveislu við skálann og henni lokinni var 9 holu texas-scramble mót þar sem úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Jórunn Þóra Sigurðardóttir og Sigurður Örn Einarsson – 36 högg nettó
2. sæti – Magndís Sigurðardóttir og Kjartan Steinsson – 37 högg nettó
3. sæti – Walter Lentz og Guðni Albert Jóhannesson – 37 högg nettó

Dagurinn sem ávallt markar upphaf nýs tímabils heppnaðist í alla staði mjög vel þrátt fyrir smávegis rigningu seinnipartinn og þeir félagsmenn sem mættu og tóku þátt eiga miklar þakkir skildar.

Myndir frá hreinsunardeginum koma hér inn á síðuna von bráðar.

Völlurinn hefur nú verið opnaður inn á sumarflatir sem líta vel út.  Hafa ber í huga að þær eru afar viðkvæmar og eru félagsmenn og gestir hvattir til þess að nota gafflana óspart á flötunum og gera við ÖLL BOLTAFÖR.

Til stóð að opna æfingasvæðið í dag en vegna framkvæmda hefur því verið frestað fram á mánudag.