Styrktarmót unglinga í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Styrktarmót fyrir unglingastarf Nesklúbbsins var haldið á Nesvellinum í dag.  Tæplega 80 keppendur voru skráðir til leiks og létu nokkuð stífa suðaustanátt ekki hindra sig og litu nokkur góð skor dagsins ljós. Keppt var eftir punktafyrirkomulagi og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt verðlaunum fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaum.  Til gamans voru einnig veitt verðlaun fyrir 15., 25. og 50. sæti.  Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum sigraði í höggleiknum án forgjafar á 69 höggum.  Nökkvi lenti tvisvar í því að þurfa að taka víti eftir að hafa slegið utan vallar.  Hann bætti það upp með góðri spilamennsku þar fyrir utan og fékk m.a. 7 fugla á hringnum.  Í punktakeppninni sigraði Ari Jón Eggertsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur með 42 punkta.  Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi: 

Punktakeppni:

1. sæti – Ari Jón Eggertsson, GR – 42 punktar
2. sæti – Sigfús Jón Helgason, NK – 39 punktar
3. sæti – Eggert Sverrisson, NK – 38 punktar

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK – 69 högg

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Björn Jónsson, NK – 49cm frá holu
5./14. braut – Sigfús Jón Helgason, NK – 3,45m frá holu

Nánar má sjá úrslit úr mótinu á golf.is