Það var stafalogn og bongó blíða á Nesvellinum þegar kylfingar hófu leik klukkan sjö í morgun. Kylfingar sáust við leik á stuttermabolum, sem þykir fréttnæmt annað sumarið í röð! Úrslit réðust í fimm flokkum í dag þriðjudag.
Drengjaflokkur 15 – 18 ára fóru fyrstir af stað í morgun þegar smá þokubakki lá enn yfir vellinum. Staðan að loknum fyrsta hring er nokkuð jöfn og verður forvitnilegt að fylgjast með strákunum í rokinu sem spáð er næstu daga.
Drengir 15 – 18 ára | D1 | |
Gunnar Geir Baldursson | 88 | |
2. | Sverrir Anton Arason | 90 |
3. | Sigurður Örn Einarsson | 93 |
4. | Arnar Már Heimisson | 127 |
Það var mikil og hörð keppni á lokahringnum hjá okkar efnilegustu kylfingum í drengjaflokki 14 ára og yngri. Kjartan Óskar Karitasarson hélt þó forystunni frá fyrsta degi, þrátt fyrir sókn og mikla keppni frá Óskari Degi Haukssyni sem varð annar, aðeins þremur höggum á eftir Kjartani. Í þriðja sæti varð hinn stórefnilegi Stefán Gauti Hilmarsson. Allir keppendur stóðu sig frábærlega vel og það verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu kylfingum í framtíðinni.
Drengir 14 ára og yngri | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Kjartan Óskar Karitasarson | 80 | 87 | 84 | 251 | |
2. | Óskar Dagur Hauksson | 94 | 79 | 81 | 254 |
3. | Stefán Gauti Hilmarsson | 104 | 95 | 96 | 295 |
1. flokkur kvenna hóf keppni í blíðunni í morgun. Hin unga og stórefnilega Matthildur María Rafnsdóttir er í forystu eftir fyrsta hring á 87 höggum. Erla Ýr Kristjánsdóttir er önnur á 88 höggum og Þuríður Halldórsdóttir þriðja á 90 höggum. Aðeins höggi á eftir Þuríði eru Sigríður Hafberg og Kristín Erna Gísladóttir. Það er því mjótt á munum og þrír spennandi hringir eftir þar sem allt getur gerst.
1. flokkur kvenna | D1 | |
Matthildur María Rafnsdóttir | 87 | |
2. | Erla Ýr Kristjánsdóttir | 88 |
3. | Þuríður Halldórsdóttir | 90 |
4. – 5. | Sigríður Hafberg | 91 |
4. – 5. | Kristín Erna Gísladóttir | 91 |
Úrslit réðust í þriðja flokki kvenna í dag. Steinunn Gunnarsdóttir lék gott og stöðugt golf alla dagana og vann nokkuð sannfærandi sigur með 101 punkt á þremur dögum. Steinunn Svavarsdóttir varð önnur með 89 punkta og Ragnhildur Gottskálksdóttir vann sig upp í þriðja sæti á lokahringnum og lék hringina þrjá á 87 punktum.
3. flokkur kvenna | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Steinunn Gunnarsdóttir | 35 | 30 | 36 | 101 punktur | |
2. | Steinunn Svansdóttir | 25 | 37 | 27 | 89 punktar |
3. | Ragnhildur Gottskálksdóttir | 28 | 28 | 31 | 87 punktar |
Úrslit réðust einnig í öldungaflokki 55 – 69 ára í dag. Svo fór að ljósmyndarinn góðkunni Guðmundur Kristinn Jóhannsson varð efstur á samtals 253 höggum og Hörður Runólfur Harðarson varð annar á 255 höggum, en þeir deildu fyrsta sæti fyrir lokahringinn. Erling Sigurðsson varð þriðji á 259 höggum.
Öldungar 55 – 69 ára | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Guðmundur Kristinn Jóhannesson | 85 | 85 | 83 | 253 | |
2. | Hörður Runólfur Harðarson | 86 | 84 | 85 | 255 |
3. | Erling Sigurðsson | 90 | 87 | 82 | 259 |
Öldungaflokkur karla 70 ára og eldri luku einnig leik í dag. Pétur Orri Þórðarson var með forystu frá fyrsta degi og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. Pétur lék hringina þrjá á 260 höggum samtals en Sigurgeir Steingrímsson varð annar á 276 höggum samttals. Jón Hjaltason hreppti þriðja sætið með góðri spilamennsku í dag og spilaði hann hringina þrjá á 283 höggum.
Öldungar 70+ | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Pétur Orri Þórðarson | 83 | 89 | 88 | 260 | |
2. | Sigurgeir Steingrímsson | 95 | 91 | 90 | 276 |
3. | Jón Hjaltason | 96 | 94 | 93 | 283 |
Í þriðja flokki karla var spenna var mikil spenna fyrir lokahringinn. Árni Pétursson hélt forystu frá fyrsta degi og hafði sigur með sjö högga mun, en hann spilaði hringina þrjá á 273 höggum. Björn Jónsson spilaði frábært golf í dag, bætti sig um 17 högg frá því í gær og vann sig upp í 2. – 3. sæti á 280 höggum samtals eins og Guðbrandur Rúnar Leósson. Björn og Guðbrandur fóru í bráðabana sem fór þannig að Björn hafði betur á 2. holu í bráðabana.
3. flokkur karla | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Árni Pétursson | 87 | 95 | 91 | 273 | |
2. | Björn Jónsson | 97 | 100 | 83 | 280 |
3. | Guðbrandur Rúnar Leósson | 91 | 96 | 93 | 280 |
Fjórði flokkur karla lauk leik í dag, en þar var leikin punktakeppni. Hannes Ottósson fékk 105 punkta á þremur hringjum og lék meðal annars á 41 punkti á fyrsta degi. Það skilaði honum efsta sætinu að lokum. Kristinn Ólafsson varð annar með 99 punkta og Lárus Guðmundsson þriðji með 98 punkta.
4. flokkur karla | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Hannes Ottósson | 41 | 36 | 28 | 105 punktar | |
2. | Kristinn Ólafsson | 34 | 33 | 32 | 99 punktar |
3. | Lárus Guðmundsson | 35 | 25 | 38 | 98 punktar |
Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir vann öruggan sigur í 2. flokki kvenna, en hún hélt forystu frá fyrsta degi. Grímheiður spilaði hringina þrjá á 301 höggi samtals, 13 höggum betur en Margrét Mjöll Benjamínsdóttir sem varð önnur. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir varð þriðja á 321 höggi.
2. flokkur kvenna | D1 | D2 | D3 | Samtals | |
Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir | 102 | 97 | 102 | 301 | |
2. | Margrét Mjöll Benjamínsdóttir | 108 | 98 | 108 | 314 |
3. | Ragna Kristín Guðbrandsdóttir | 102 | 109 | 110 | 321 |
Eins og veðurspáin lítur út í dag þá er ekki útlit fyrir eins gott veður og kylfingar fengu að njóta í dag. Eins og áður segir þá sáust kylfingar við leik á stuttermabolum sem þykir tíðindum sæta. Meistaraflokkar karla og kvenna hefja leik á morgun sem og 1. og 2. flokkur karla. Það er mikil keppni framundan í öllum flokkum og ekki ólíklegt að þeir félagar vindurinn og regnið muni koma eitthvað við sögu.
Við hvetjum alla félagsmenn og aðra velunnara til að koma og fylgjast með kylfingum eða njóta stemmningarinnar á 19. holu Nesvallar næstu daga.