Glæsileg firmakeppni haldin í dag

Nesklúbburinn

Firmakeppni Nesklúbbsins var haldin í dag í vindasömu en hlýju veðri.  Leikið var eftir nýju sniði þetta árið þar sem sem að leikið var nú eftir Greensome fyrirkomulagi og þá hófst mótið kl. 09.00 í stað 13.00 eins og undanfarin ár.  Fullt var í mótið og komust færri fyrirtæki að en vildu.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik með forgjöf ásamt nándarverðlaunum og öðrum aukaverðlaunum.  Að móti loknu var svo að gömlum sið boðið upp á hangikjötsveislu og glæsilega verðlaunaafhendingu þar sem einnig var dregið úr skorkortum.  Tvö lið voru jöfn að loknum 18 holum á 66 höggum nettó, Litir slf. og Íslenska auglýsingastofan.  Eftir útreikninga stóð Litir slf. uppi sem sigurvegari en fyrir fyrirtækið léku þeir Sævar Egilsson og Jóhann Valgarðsson.  Nesklúbburinn vill koma á framfæri miklum og einlægum þökkum til allra þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í og stóðu að mótinu og þarf ekki að fara mörgum orðum yfir hversu mikilvægur slíkur styrkur er fyrir klúbbinn.

Fyrirtækin eru í stafrófsröð:

Billiardbarinn, DHL, Ecco, Ellingsen, Fiskkaup, Flugfélag Íslands, Háspenna, Hvíta Húsið, Icelandair, Ísleifur Jónsson, Íslenska Auglýsingastofan, Landsstjarnan, Litir slf., Lýsi, MHG, Múlakaffi, N1, O. Johnson og Kaaber, Olís, Provision, Robert-Cargo Express, Saga Skipamiðlun, Securitas, Seltjarnarnesbær, Sjónlag, Sjóvá, Skjárinn, Sólbakki, Stefnir, Strokkur-Energy, Vífilfell og Ýr&Ólafsson.

Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti – Litir slf. – 66 högg nettó
2. sæti – Íslenska Auglýsingastofan – 66 högg nettó
3. sæti – Ýr&Ólafsson – 68 högg nettó

Aukaverðlaun:

2. braut: Nándarverðlaun: Haukur Jónsson, 80cm frá holu
3. braut: Nándarverðlaun í þremur höggum: Jóhann Valgarðsson, 0cm
4. braut: Lengsta pútt: Pétur Þór Halldórsson, 5,78 metrar
5. braut: Nándarverðlaun: Steingrímur Gautur, 3,78 metrar frá holu
6. braut: Lengsta upphafshögg: Róbert Tómasson
7. braut: Nákvæmasta upphafshögg: Árni Páll Hansson
8. braut: Nándarverðlaun: Pétur Þór Halldórsson, 36cm frá holu