Styrktarmót unglinga í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Styrktarmót unglinga var haldið á Nesvellinum í dag.  Ekki voru veðurguðrnir nú að bjóða kylfingum mótsins upp á neitt Mallorca veður þar sem að hitastigið náði rétt 8 gráðum þegar best lét og töluverður vindur var.  Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP og rennur allur ágóði í unglingastarf klúbbsins.  Leikið var eftir punktafyrirkomulagi og voru veitt verðulaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor og nándarverðlaunum á par 3 holunum.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

PUNKTAKEPPNI:

1. sæti: Davíð Kristján Guðmundsson, NK – 40 punktar
2. sæti: Guðjón Ómar Davíðsson, NK – 39 punktar
3. sæti: Sigurður Haukur Siurz, GR – 38 punktar

BESTA SKOR: Gauti Grétarsson, NK – 76 högg

NÁNDARVERÐLAUN:

2./11. braut: Sigurður Runólfsson, 1,47 meter frá holu
5./14. braut: Guðjón Vilbergsson, 1,91 meter frá holu

Nánari úrslit má sjá á golf.is