Skráningu lokið í Meistaramótið

Nesklúbburinn

Skráningu í 51. Meistaramót Nesklúbbsins lauk núna kl. 22.00.  Eins og undanfarin ár bættist töluvert við skráningu á síðustu metrunum og á endanum eru 198 félagsmenn skráðir til leiks í þessu stærsta móti sumarsins.  Eins og undanfarin ár eru flestir þátttakendur í 2. og 3. flokki karla eða rétt um 40 í hvorum flokki.  Uppfærð rástímatafla miðað við þátttakendur 2015 verður birt hér á síðunni í kringum hádegi á morgun og rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 4. júlí verða birtir seinnipartinn á morgun, föstudaginn 3. júlí.