BYKO vormótið

Nesklúbburinn

VORMÓT BYKO, fyrsta mótið sem telur til forgjafar á Nesvellinum þetta árið verður haldið á laugardaginn.  Sú nýbreytni verður á í þetta skiptið að mótið verður 9 holu mót í stað 18 eins og áður hefur verið.  Mótið er innanfélagsmót og fyrir alla félagsmenn og -konur.  Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Skráning er hafin á golf.is þar sem einnig má nálgast allar frekari upplýsingar um mótið.