Annar dagur Meistaramótsins fór fram í dag. Nokkuð hvasst og kalt var í upphafi dags en þegar leið á daginn fór sólin að skína og lægði töluvert. Óhætt er að segja að leikur Íslands á móti Frakklandi á Evrópumótinu í knattspyrnu hafi sett mark sitt daginn. Keppendur voru sumir hverjir klæddir í Íslenska landsliðsbúninginn og stemningin á pallinum var mjög góð fram að leik þar sem helsta umræðuefnið var aldrei þessu vant bæði golf og fótbolti.
Á morgun, mánudag mun keppni í drengjaflokki 14 ára og yngri hefjast en þá ráðast einni úrslit í öldungaflokkum karla og kvenna. Heildarstaðan eftir úrslit dagsins er eftirfarandi:
4. flokkur karla – punktakeppni:
1. Páll Einar Kristinsson – 68 punktar
2. Bjarni Hauksson – 62 punktar
3. – 4. Þorgeir J. Andrésson – 56 punktar
3. – 4. Guðni Albert Jóhannesson – 56 punktar
3. flokkur karla – höggleikur
1. Gunnar Grétar Gunnarsson – 184 högg
2. Eggert Sverrisson – 185 högg
3. – 4. Björn Jónsson – 186 högg
3. – 4. Gunnar Jóakimsson – 186 högg
Karlar 50 – 64 ár – höggleikur
1. Friðþjófur Arnar Helgason – 167 högg
2. Hörður R. Harðarson – 168 högg
3. Halldór Bragason – 170 högg
2. flokkur kvenna – höggleikur
1. Hulda Bjarnadóttir – 202 högg
2. Elsa Nielsen – 217 högg
2. Guðlaug Guðmundsdóttir – 218 högg
Karlar 65 ára og eldri – höggleikur
1. Þorkell Helgason – 165 högg
2. Heimir Sindrason – 176 högg
3. – 4. Jón Hjaltason – 178 högg
3. – 4. Erling Sigurðsson – 178 högg
Karlar 65 ára og eldri – punktakeppni
1. Þorkell Helgason – 69 punktar
2. Jón Hjaltason – 64 punktar
3. Jón Ásgeir Eyjólfsson – 60 punktar
3. flokkur kvenna – punktakeppni
1. Rannveig Pálsdóttir – 75 punktar
2. Guðrún Una Valsdóttir – 68 punktar
3. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir – 62 punktar
Konur 65 ára og eldri – höggleikur
1. Björg R. Sigurðardóttir – 191 hög
2. – 3. Kristín Jónsdóttir – 204 högg
2. – 3. Rannveig Laxdal Agnarsdóttir – 204 högg
Konur 65 ára og eldri – punktakeppni
1. Björg R. Sigurðardóttir – 76 punktar
2. Sonja Hilmars – 70 punktar
3. – 4. Jóhanna Guðnadóttir – 60 punktar
3. – 4. Rannveig Laxdal Agnarsdóttir – 60 punktar