Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti kylfingur Nesklúbbsins til fjölda ára var á þriðjudaginn valinn íþróttamaður Seltjarnarness 2016 í kjöri Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness sem fór fram að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vegja athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að öflugu íþrótta- og tómstundalífi á Seltjarnarnesi. Íþróttakona Seltjarnarness var kjörin Fanney Hauksdóttir kraftlyftingakona.
Þá voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks, Íslandsmeistara auk þess sem veitt voru voru sérstök verðlaun fyrir félagsmálafrömuði á Seltjarnarnesi.
Á hófinu fengu einnig þrír ungir og efnilegir kylfingar úr Nesklúbbnum verðlaun, þau Kjartan Óskar Guðmundsson, Ragna Kristín Guðbrandsdóttir og Stefán Gauti Hilmarsson.
Nesklúbburinn óskar þeim öllum innilega til hamingju.