Mótaskrá sumarsins á Nesvellinum er nú að mestu tilbúin og er búið að setja hana inn á golf.is. Mótaskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár í fjölda viðburða. Af því sem að helst má draga fram er að Meistaramót klúbbsins verður haldið vikuna 1. – 8. júlí og verða dagsetningar eða niðurröðun allra flokka tilbúin í byrjun apríl og verður þá birt á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is.
Mótaskráin er birt með fyrirvara um breytingar en nánari tímasetningar fyrir hvert mót verða birtar þegar nær dregur. Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér dagskrá sumarsins inni á golf.is og eftir 6. apríl inni á heimasíðu klúbbsins nkgolf.is