Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í dag, laugardaginn 29. nóvember. Rúmlega 70 félagar sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar sem og reikningar sem voru samþykktir samhljóða.
Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 63,7 milljónir og rekstrargjöld um 55,8 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var rekstrarhagnaður tæplega 3,2 milljónir. Engar langtímaskuldir hvíla á klúbbnum og er eigið fé 66,6 milljónir.
Allir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu og er stjórn klúbbsins því þannig skipuð: Ólafur Ingi Ólafsson formaður, Geirarður Geirarðsson, Arnar Friðriksson, Áslaug Einarsdóttir og Oddur Óli Jónasson. Varamenn í stjórn eru þær Guðrún Valdimarsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir.