Æfingar í barna-og unglingastarfi hefjast að nýju í næstu viku.
Af gefnu tilefni skal tekið fram að ávalt er reynt eftir fremstu getu að raða æfingatímum á þann hátt að þeir skarist sem allra minnst við aðrar íþróttagreinar sem stundaðar eru á Seltjarnarnesi. Því miður mun alltaf einhver skörun verða þegar framboðið af æfingum er svo fjölbreytt sem raun ber vitni.
Æfingatímar frá 1 janúar 2016 (Inniaðstaða við Sefgarða)
Unglingar 18 ára og yngri:
Styttra komin – þriðjudagar kl. 16.00 og fimmtudagar kl. 16.00
Lengra komin – þriðjudagar kl. 17.00, miðvikudagar kl. 16.00 og fimmtudagar kl. 17.00
Sérstakar stelpuæfingar – þriðjudagar kl. 15.00