Í gær kom loksins smá sumarveður á Nesvellinum og greinilegt að félagsmenn hafa beðið óþreyjufullir því völlurinn var þéttsetinn frá morgni til kvölds.
Og það eru sko aftur góðar fréttir í veðurkortunum. Á morgun, föstudaginn 22. júní er aftur spáð þurru veðri og meira að segja einhverri sól akkúrat þegar að Jónsmessumótið okkar byrjar.
Skráning í Jónsmessuna fer fram í golfskálanum og í dag er síðasti dagur til að skrá sig í Jónsmessuna sem hefst kl. 18.30 á morgun.
Landsleikur Íslands og Nígeríu verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í golfskálanum kl. 15.00 og því ekki úr vegi að hita upp fyrir Jónsmessuna þar.
Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér