Bændaglíman 2019

Nesklúbburinn

Bændaglíma Nesklúbbsins 2019 verður haldin laugardaginn 21. september.  Bændaglíman sem er svo sannarlega mót á léttu nótunum og til gamans gert er jafnframt Lokamót hvers sumas.  Því eru allir félagsmenn hvattir til þess að mæta og kveðja þetta frábæra golftímabil með stæl.

Bændur í ár verða eðalhjónin Fjóla Gruðrún Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson sem ættu að vera flestum ef ekki öllum félagsmönnum kunn og ef ske kynni að svo er ekki, þá er þetta sko vettvangurinn til að kynnast þeim.

Dagskrá:

Mæting kl. 12.00

Þá verða bændur búnir að skipta þátttakendum í tvö lið með aðstoð mótsstjórnar.  Fjórir verða saman í holli og verður leikið tveggja manna (tveir í hvoru liði) Texas-scramble holukeppni með forgjöf.

12.30 – liðin tilkynnt og bændur munu bjóða upp á létta hressingu og hvetja sín lið til dáða.

Gengið er út frá því að spila 18 holur nema veður muni gefa sérstakt tilefni til annars.  

Af gömlum sið Nesklúbbsins mun liðið sem tapar bregða sér í stutt þjónustuhlutverk í veislunni á eftir sem að hefst strax og leik er lokið og mun því þjóna sigurliðinu til borðs.

Þátttökugjald aðeins kr. 5.000 pr. mann og er innifalið í verði bæði mótsgjald og matur

Matseðill: Eitthvað alveg geggjað að hætti Hödda og co.

Skráning fer nú fram á golf.is og lýkur fimmtudaginn 19. september.

ATH. Skráningin mun ekki gefa rétta mynd af ráshópum þar sem að liðsstjórar munu velja í lið og er því eingöngu til að skrá kylfinga til leiks.

ALLIR og þá meinum við ALLIR félagsmenn sem geta verða að taka þátt í þessu skemmtilega móti.