Á laugardaginn fer fram stórskemmtilegur viðburður á Nesvellinum. Draumahöggið á Nesvellinum 2019 er keppni sem Nesklúbburinn hefur búið til í samstarfi við Einherjaklúbbinn og GSÍ ásamt styrktaraðilum sem eru VÖRÐUR tryggingafélagi og bílaumboðið ASKJA.
Allir þeir kylfingar sem skráðir eru meðlimir í íslenskum golfklúbbi, fóru holu í höggi á árinu 2019 innan ákveðins tímabils og hafa skráð afrekið hjá Einherjaklúbbnum hafa þátttökurétt.
Laugardaginn 7. september 2019 kl. 10.00 verður háð keppni á fyrir alla þá sem uppfyllt hafa ofangreind skilyrði og hafa skráð sig til leiks. Allir fá eitt högg á 2. braut og sá keppandi sem er næstur holunni fær flugferð fyrir tvo til Evrópu. Ef einhver fer holu í höggi keyrir viðkomandi burt í nýrri Mercedes Benz bifreið sem hann hefur þar með unnið sér til eignar.
Nú þegar hafa rúmlega 40 keppendur skráð sig til leiks sem þýðir einfaldlega frábær skemmtun.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og horfa á en viðburðurinn byrjar tímanlega kl. 10.00.