Vegna forfalla á síðustu stundu er eitt pláss laust á kvennanámskeið sem byrjar í kvöld.
Æfingar kvenna
Á þriðjudögum kl. 17 til 18.
Mismunandi viðfangsefni í hverjum tíma. Farið verður yfir brautarhögg, teighögg, höggin í kringum flatirnar, púttin, og sandhöggin.
Samtals 10 skipti í sumar. Fyrsti tími 7. maí og svo vikulega til 16. júlí að undanskyldum 2. júlí þegar Meistaramót klúbbsins er í gangi.
Verð 47.500.-
Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.
Skráning á nokkvi@nkgolf.is eða 893-4022