Nýverið endurnýjaði Nesklúbburinns samstarfssamning sinn við Seltjarnarnesbæ, en farsælt samstarf hefur verið á milli Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness og klúbbsins um langt árabil. Samningnum er ætlað að efla samstarfið enn frekar og tryggja öflugt og markvisst íþrótta- og tómstundarstarf fyrir börn og unglinga af Seltjarnarnesi.
Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi forvarnargildis og þjónustuhlutverks Nesklúbbsins gagnvart bæjarbúum og gildi golfsins sem almenningsíþróttar sem allir geta stundað í sátt við náttúruna á Nesinu.
Samningurinn er til þriggja ára og má nánar sjá og lesa um undirritun samningsins með því að smella hér.